Landið mitt fagra
Landið mitt fagra með fjöllin sín háu
það faðmað mig hefur í öll þessi ár,
í sparisjóð fólksins spor þeirra lágu
og spekingar skilja þar eftir sín sár.

Víkingar útrásar vasklega fóru
og vildu þá út í hinn stórasta heim,
embættisbáknið ei grunaði glóru
og greiddi svo götuna þar handa þeim.

Þeir gleymdu nú okkar framtíð á Fróni,
fegurð þess dásemd og virðingu
og ættu því að dúsa eins og hann Skjóni
inn í lokaðri girðingu.  
Haraldur Haraldsson
1954 - ...


Ljóð eftir Harald

Úr myrku djúpi
Ævintýri.
Jólavísur
Kveðja heim
Dagur í lífinu.
Óður til æskustöðva
Verslunarmannahelgin.
Lífið
Kjartan bóndi
Tryggðarbönd
Minning.
Til mömmu
Jólavísa
Hjá þér ríkur ég er
Tréð mitt í garðinum
Hugleiðing sjóarans
Betra Líf
Nýtt líf
Landið mitt
Trúarljóð
Landið mitt fagra
Ríkisstjórn (Til minningar)
Haust
Jólavísa 2010
Lækurinn
Vagga Lífsins
Sorg.
Haust.'22
Öspin.
8 júlí 2024