Landið mitt fagra
Landið mitt fagra með fjöllin sín háu
það faðmað mig hefur í öll þessi ár,
í sparisjóð fólksins spor þeirra lágu
og spekingar skilja þar eftir sín sár.
Víkingar útrásar vasklega fóru
og vildu þá út í hinn stórasta heim,
embættisbáknið ei grunaði glóru
og greiddi svo götuna þar handa þeim.
Þeir gleymdu nú okkar framtíð á Fróni,
fegurð þess dásemd og virðingu
og ættu því að dúsa eins og hann Skjóni
inn í lokaðri girðingu.
það faðmað mig hefur í öll þessi ár,
í sparisjóð fólksins spor þeirra lágu
og spekingar skilja þar eftir sín sár.
Víkingar útrásar vasklega fóru
og vildu þá út í hinn stórasta heim,
embættisbáknið ei grunaði glóru
og greiddi svo götuna þar handa þeim.
Þeir gleymdu nú okkar framtíð á Fróni,
fegurð þess dásemd og virðingu
og ættu því að dúsa eins og hann Skjóni
inn í lokaðri girðingu.