platinum
Ég árla morgunns vakinn var,
við símhringingu, hver var þar.
Sölumaður, traustsins verður
Hjálpsamur af guði gerður
lausn hann sagði ef fé mig skorti
í svo kölluðu kredit korti

Er kortið lausn á hvaða vanda
kemur fé á milli handa.
Kortið fer í fararteskið
fellur vel í lófa og veskið.
Í öllum litum, stærðum sést,
og platínum það þykir best

En korti þessu fylgja kvaðir.
Smáa letrið langar raðir.
Fljótlega hún fellur flöt,
framtíð fyrir falleg föt
Að lokum þína undirgefni,
eignast kort úr gerviefni

Slíkt ótilneyddur seint ég vel,
slæman ráðahag ég tel.
Þið hafið stolið nægu af mér
þú og þeir sem líkjast þér.
Ég frábið þér að hringja í aðra,
vekja fólk og vera naðra.
 
siggi gúst
1986 - ...
úr ljóðabókinni ölið, bölið og þynnkan sem fylgdi eptir sigga gúst


Ljóð eftir sigga gúst

platinum
óskabarn íslands
sköpun drottins
ísbjörninn
eldgosið
Juris menn
Hjátrú
ctrl, alt, del
róstur
lúrinn
Eilífðin
charlie sheen
þjóðardallurinn