róstur
Stubba fótur styttri en hinn
stamið mitt var kækur.
Enginn vildi vinur minn
vera nema bækur.

Svo yfir bókum lasinn lá
lesandi um agrippu.
Útundan ég gleymdi þá
að ég hefði krippu.

Svo seinna fann ég köllun það
sem ég tók í fóstur.
Í eintökum ég gerði blað
og nefndi blaðið róstur.



 
siggi gúst
1986 - ...


Ljóð eftir sigga gúst

platinum
óskabarn íslands
sköpun drottins
ísbjörninn
eldgosið
Juris menn
Hjátrú
ctrl, alt, del
róstur
lúrinn
Eilífðin
charlie sheen
þjóðardallurinn