Eilífðin
Þegar í síðustu skjólin er fokið,
og lífshlaupi mínu er lokið.
Útfarastjórinn, ormar og mold,
eiga löggilta kröfu í mitt visnandi hold.
Þeim verði að góðu með skrokkinn minn snauðan
Því það sem ég óttast er líf eftir dauðann.

Ef svo ólíklega, í fyrsta sinni.
Ég finni loks guð minn í eilífðinni.
Ég lofa því upp á flesta fingur,
allar syndir misskilningur,
ég ekkert misjafnt fyrir stafni,
og allt var gert í drottins nafni.

Drottinn guð ég grátbið þig.
Þeir reyna að ljúga sök á mig.
Mér var páfinn meiri perri,
margir aðrir miklu verri,
en ég auðmjúkur skal klaga liðið
ef þú bara opnar hliðið.

Ef sálarræksnið mitt villtu ekki fá
til samkeppnis aðilans sný ég mér þá
þar nóg af vinum, eldi og reyk.
Þar er ég laus við hörpuleik.
þú mátt éta hann sjálfur níðingstetur,
því ég veit að skrattinn býður betur.  
siggi gúst
1986 - ...


Ljóð eftir sigga gúst

platinum
óskabarn íslands
sköpun drottins
ísbjörninn
eldgosið
Juris menn
Hjátrú
ctrl, alt, del
róstur
lúrinn
Eilífðin
charlie sheen
þjóðardallurinn