ísbjörninn
Yfir hafið ísinn bar hann.
Stór var björninn, stæltur var hann.
Það þarf þrek að þola svaðið,
þrekvirkið sem björninn vann
að þrauka yfir Atlantshafið.

Sem augað eygði beið hans sjór
skoltur vígur, hrammur stór.
Eigin herra, hraustur, sterkur
drjúgan spöl á sundi fór
og vaxandi var hungrið verkur.

Loks náði landi í mynni þröngu
eftir þessa þrautagöngu
þar sem beið hans tigna trýni
byssuskot af færi löngu
og uppstoppun í formalíni.  
siggi gúst
1986 - ...


Ljóð eftir sigga gúst

platinum
óskabarn íslands
sköpun drottins
ísbjörninn
eldgosið
Juris menn
Hjátrú
ctrl, alt, del
róstur
lúrinn
Eilífðin
charlie sheen
þjóðardallurinn