Flýja
Nú er kominn tími að, þú sjáir hvað gerast skal.
Burt með allt fjandans bras, kellingar tal.
Þegar sá tími kemur, er þú skalt bara sjá.
Frekar en einhver annar nei, þú bregður þér frá.
Skal ekki segja hvað, en ekki vitað mál.
Þú lokar alla frá þér, ekkert lífsmark um sál.


Ei þú kemur, sá þig fara,
skilur mig eftir, af því bara.
Sársauki kemur, tekur yfir,
Hatur, eina sem er fyrir.
Í stað þess að berjast,
vel þess að kveljast.
Kýs að vera svona, mitt val,
kann að vera, mitt lokasvar.
Mín hugsun, mitt að eiga,
Mitt að vita, mitt að segja.


Svört nóttin kemur, dregur þig til sín.
Sviptir þig öllu, hefur enga sýn.
Brýtur niður viljann, þig uppgjöf vill eiga
Sættir þig við ósigur, býrð þig undir þar að dvelja.
En eitt skaltu vita þó, minn kæri.
Þín vandamál leysast ei, aðeins frestast um sinn
Stend þér ennþá við hlið,
veit þú ert ennþá til.



En segðu mér þá, ef þú getur,
það sem þú leggur fyrir mig og setur.
Því ekki sé ég þig, mér við hlið.
Burt frá öllu þessu, bið bara um grið.
Vilt kannski vel, má vel vera.
Án þess að vita hvað skal gera.
Sé þig í anda, standa í mínum sporum.
Berjast við að verða fyrir engum tjónum.
Þá kannski, bara kannski munt þú skilja
Afhverju ég er svona, afhverju ég vill flýja.

 
Helgi Freyr Hafþórsson
1986 - ...


Ljóð eftir Helga Frey Hafþórsson

Ótti til Aðals
Uppá þinn kjaftur.
Flýja
Faðir minn....
Stend einn
Ekki aftur
Söknuður
Martraðir gærdagsins
Lífsvilji
Ljósið í Myrkrinu
Nýtt Upphaf