Ljósið í Myrkrinu
Það er erfitt að sjá hvert sál mín
stefnir.
Brotin og tvístruð, óvíst hvar hún lendir.
Langþráður draumur að baki brotinn.
Minn hugur, alltof langt sokkinn.
Hef ekki hugmynd lengur hvað ég get sagt.
Of mikið hefur á mig verið lagt.
Fylgist með lífi mínu fljúga áfram.
Sem virðist einfaldlega hverfa smá saman.
Þó svo allt virðist svart og þungt.
Neita uppgjöf, set niður minn punkt.
Því í mínu lífi er manneskja.
Sem ýtir þér í burtu, sjálfselska.
Mig að betri manni hún gerir.
Trúðu því síðan þegar ég segi.
Hún mitt hjarta á,
hún mína sál á.
 
Helgi Freyr Hafþórsson
1986 - ...


Ljóð eftir Helga Frey Hafþórsson

Ótti til Aðals
Uppá þinn kjaftur.
Flýja
Faðir minn....
Stend einn
Ekki aftur
Söknuður
Martraðir gærdagsins
Lífsvilji
Ljósið í Myrkrinu
Nýtt Upphaf