Daufar sálir
...og uppgerðarhressleikinn hættir sér inn á svið
nú herða skal vopnin og láta ei deigan síga
og brátt skal ausið úr viskubrunni ad vild
og volgrað í sig kaffið nýbrennt og malað
og þjáningarbróðir er eins og fundið fé
og færist nú skörin óðara upp á bekkinn
nú skal sko láta þá finna fyrir sér
sem fara um í sakleysi grunlausir um hrekkinn
og svo er steypt og þvaðrað og blaðrað um allt
að þessi eða hinn sé svikul eiturnaðra
af hverju er þetta svona en ekki svo
af hverju getur enginn verið sko
og steypst er niður klungur kletta og grjót
og kæst við hvert eitt smáblóm traðkað niður
og fleiri bætast í hópinn og fylgjast með
og við formælingu hverja eykst ánægjukliður
og gervimennskan er loksins að finna sig
og fordæmingin er komin á æðra stig
uppgerðarhæverskan hreykir sér hátt á haug
nei haldið nú kjafti hann vissi betur en laug
og haninn spígsporar
vagar og kjagar
gaggar og þaggar
og glefsar í menn
og uppgerðarkurteisin sest undir stýri að vild
og stefnir á loft við lófaklapp muldur um snilld
farið þið frá hér er alvörumaður að störfum
komið ykkur burt ég sinna þarf æðri þörfum
og vitleysisbrjálæðið vindur utan á sig
á vel ýktum hraða geysist um himnagrundir
og hver veit hvað segist títt um sjálfan þig
allavega ekki betra en um þá sem verða undir
en á bakvið dyljast daufar sálir
að drepa tímann
og stytta sér stundir
nú herða skal vopnin og láta ei deigan síga
og brátt skal ausið úr viskubrunni ad vild
og volgrað í sig kaffið nýbrennt og malað
og þjáningarbróðir er eins og fundið fé
og færist nú skörin óðara upp á bekkinn
nú skal sko láta þá finna fyrir sér
sem fara um í sakleysi grunlausir um hrekkinn
og svo er steypt og þvaðrað og blaðrað um allt
að þessi eða hinn sé svikul eiturnaðra
af hverju er þetta svona en ekki svo
af hverju getur enginn verið sko
og steypst er niður klungur kletta og grjót
og kæst við hvert eitt smáblóm traðkað niður
og fleiri bætast í hópinn og fylgjast með
og við formælingu hverja eykst ánægjukliður
og gervimennskan er loksins að finna sig
og fordæmingin er komin á æðra stig
uppgerðarhæverskan hreykir sér hátt á haug
nei haldið nú kjafti hann vissi betur en laug
og haninn spígsporar
vagar og kjagar
gaggar og þaggar
og glefsar í menn
og uppgerðarkurteisin sest undir stýri að vild
og stefnir á loft við lófaklapp muldur um snilld
farið þið frá hér er alvörumaður að störfum
komið ykkur burt ég sinna þarf æðri þörfum
og vitleysisbrjálæðið vindur utan á sig
á vel ýktum hraða geysist um himnagrundir
og hver veit hvað segist títt um sjálfan þig
allavega ekki betra en um þá sem verða undir
en á bakvið dyljast daufar sálir
að drepa tímann
og stytta sér stundir