Rósin
Týnd í eyðimörk komandi lífs
Hef ekki tíma til að horfa fram á við
Finn hvernig regnið fellur af ofan
Þurrkast upp við snertingu bálsins
Í allri sinni dýrð
Rís það upp yfir höfuð
Hitar holdið bleika
Verkjar í fingurgómanna
Þeir springa eins og blóm að vori
Blóðslettur fela brosið á andlitinu
Bráðnað málverk á frosnum vegg.
 
brynja
1990 - ...


Ljóð eftir brynju

Logn hvar?
Nýfallinn
Já með þér
Farinn
Skollinn sá
Hvítur Skítur
Pangea
Við
Sárt enni
Orðin hin
Fólkið á þakinu
Illskan
Rósin
Þrá