Faðir.
hann segir að hún sverti sig, hann svertir sig sjálfur,
með eilitlu áfengi verður heilinn hálfur,
hann mun niðurlægja allt og alla,
við ímyndum okkur nöfn sem hann mun okkur kalla.

lítil sál í rigningu og roki,
ekki er skrítið þó hjart'ennar doki,
að þetta taki við hérna heima,
bölvun sem hún verður öllum að leyna.
hún hræðist kjaftshögg þessa manns,
hræðist einfaldlega nærveru hans,
ráðvillt og særð hún ráfar um marin,
getur ekki skilið hví ástin er farin,
sér auglýsingu í búðarglugga,
föður sem börnin sín myndi hugga,

hann var 12 ára gamall með þriggj'ára systur,
strax hættur að trúa að til væri kristur,
óp og læti kvöld eftir kvöld,
á föður hans áfengið tók öll völd,
er hljóðnaði óskað'ann að pabbi væri farinn,
því að kannski þá yrði hann ekki barinn.
systirin grét, hann þoldi ekki meira,
hann kallar til föðurs sem vill ekki heyra.
faðir hans kastar glasi fyrir hornið,
og fyrir slysni hann hittir í barnið.
það brotnar á gólfinu, hann lætur stúlkuna frá sér,
og spyr föður sinn "hvað er eiginlega að þér?"
faðir hans rýkur að honum og hendir í gólfið,
hann rankar ekki við sér við skelfingarópið,
í litlu stúlkunni fyrir aftan þennan dreng,
sem undir honum lenti í litlum keng,
móðirin æpir og tekur stúlkuna í fangið,
og dregur út glerið sem í hjarta barnsins hangir.
hreyfingarlaus lá í faðmi móður,
vegna föður sem varð af áfengi óður.  
Mónika
1993 - ...


Ljóð eftir Móniku

Ég er.
Týnd.
Þú fullkomnar mig.
Ástin mín.
Playa's
Hinir köldu.
Faðir.
Langa Vitleysa.
Hanna. 23.09.07.