Um stúlkur og ímynduð virki
Hún tekur áhættu með þér,
stúlkan sem nýlega hefur komist að því
að ekki er allt með felldu í heimi hinna fullorðnu
þar sem karlar elska ekki sínar konur
heldur aðrar
og fínar dömur selja líkama sína
bakvið luktar dyr

Hún ætlar að standa og falla með þér,
stúlkan sem ekki var lengi að læra
að varnarveggir eru fyrst og fremst sálarleg smíði
í konungsríki
þar sem stúlkum sem hafa komist að sannleik hinna fullorðnu
líður allra best

Hún elskar þig meira en konungsríkið leyfir,
stúlkan sem þessvegna hefur ákveðið að taka áhættu:
- á því að karlar getið þráð sínar konur
en engar aðrar
og að varnarveggir séu óþarfir
því í hennar heimi muni engin styrjöld verða framar  
Ásland
1988 - ...
18.11.10


Ljóð eftir Ásland

Játning
Ókei
Draumar
Ótitlað
Hjásvæfa
Þessi eilífa eina nótt
Það sem sett hefur verið í geymslu
Sjálfsvirðingin
Núll
Vinir með hagsbótum
Svona vil ég hafa þetta
Í dag er ég hamingjusöm
Fimm árum síðar
Um stúlkur og ímynduð virki
Sjálfsagður hlutur
Geðveikin sem andar í hálsmálið mitt
Að brenna við
Nafna mín
Fasti
Fasti II
PhD
Að beygja
Er ég hugrökk?
Þrjú ár
Kæri drullusokkur
Væmið ljóð
Ósk
Það var þetta með stúlkurnar og virkin
Gegnum sætt en ekki súrt
Ég elska þig
Án heimilis
Flogaveiki
All the happy people
Hospital beds