Geðveikin sem andar í hálsmálið mitt
Ef líf mitt væri eins og þið haldið að það sé
eins og það lítur út fyrir að vera
þá gréti ég ekki í hljóði á kvöldin
á morgnanna
eða á daginn
efaðist ekki um ást hans
bara því ég elska hann svo ákaft
að mig verkjar
og tel ekki annað geta komið til greina
en að ég verði særð

ég væri ekki einmana
í þúsund manna hóp
og ætti griðarstað sem ég gæti kallað
heim
þar væri ég sátt með sjálfa mig
og gott ef ég kynni ekki að taka við hrósi
heima
ég væri löngu búin að gleyma því
að eitt sinn drap ég fóstur
og á undan því fargaði ég næstum sjálfri mér með vilja

en það tók auðvitað enginn myndir þá
og útlit lífs míns er eftir því
 
Ásland
1988 - ...
Feb '11


Ljóð eftir Ásland

Játning
Ókei
Draumar
Ótitlað
Hjásvæfa
Þessi eilífa eina nótt
Það sem sett hefur verið í geymslu
Sjálfsvirðingin
Núll
Vinir með hagsbótum
Svona vil ég hafa þetta
Í dag er ég hamingjusöm
Fimm árum síðar
Um stúlkur og ímynduð virki
Sjálfsagður hlutur
Geðveikin sem andar í hálsmálið mitt
Að brenna við
Nafna mín
Fasti
Fasti II
PhD
Að beygja
Er ég hugrökk?
Þrjú ár
Kæri drullusokkur
Væmið ljóð
Ósk
Það var þetta með stúlkurnar og virkin
Gegnum sætt en ekki súrt
Ég elska þig
Án heimilis
Flogaveiki
All the happy people
Hospital beds