Helena missti af skipinu til Heidelberg
Blóðugur hraktist Ódysseifur
undan eineygum engisprettum
hins ráðvillta hers.

Á milli stríða elskuðust
Hektor og Andrómakka
í skugga heilagra bjarga
ilmur vínviðarins
hneppti moldina í álög
en veröldinni hringsnéru
ljósboltablóm.

París leiddi Ódysseif drafandi
um kalda ganga San Quentin
í hjartanu barðist
blóð lífs hans logandi
augu Helenar fögru
spegluðust í síkinu.

Hektor rétti fram
kúpta lófa og hugsaði:
„Ódysseifur – Sjáðu þetta!“

Dularhjúpur var um eilífðina.

En Andrómakka hvíslaði:
„Ódysseifur – Sérðu skýin?
Logandi, blóðrauð skýin
...þau loga fyrir þig.“  
Rúnar Þór Þórarinsson
1973 - ...
Heidelberg, 2010


Ljóð eftir Rúnar Þór Þórarinsson

Sunnudagsnótt
Í djúpinu...
Kviknun
Litla stúlkan við tjörnina
Gestur
Bensín
Kossinn
Hljóðfæraleikararnir
Íshjartað
Trúfélag hf.
Enn einn dagurinn
Helena missti af skipinu til Heidelberg
Samantekt