Myndin af okkur
Enginn sagði okkur neitt um það
að gatan yrði ekki greið.
Tíminn teymdi okkur samt af stað
þó torfær væri sú leið.

Við vorum öll yngri þá
með von í hjarta og þrá
enginn vissi neitt hvert leiðin lá.

Svo liðu árin áfram eitt og eitt
við skildum ei þá vá.
Að örlögunum við gátum ekki breytt
er okkar vinir féllu frá.

Við vorum öll vinir þá
með von í hjarta og þrá
enginn vissi neitt hvert leiðin lá.

Og það liðu ár
það féllu tár
niður á myndina af þér  
Sigurgeir Vilmundarson
1972 - ...
Sá gamla bekkjarmynd frá því í 6 ára bekk, og varð hugsi um hvað orðið hefði um krakkana síðan þá. Nokkrir eru fallnir frá síðan sú mynd var tekin


Ljóð eftir Sigurgeir

Allsnægtarpláneta
Miðað á mánann
Metnaður
Synir vor þjóðar.
Andleg upprisa.
Skilningur
Harður húsbóndi
Móðir
Myndin
Einmanna sál
Örvænting
Í draumi þeirra daga (vinarkveðja)
Myndin af okkur
Norðanbylur
Í brotnu gleri
Eins og allir hinir
Samferða
Samstíga
Áttavilltur
Fílamaðurinn og hirðirinn hans.
Skömm
Ofvirkni
Hvað er frelsi?
Kæra vinkona
Þráhyggja.
Nostalgía
Í brimrótinu