Feigð ástarinnar
Við saman gengum sumardag
sólríkan og bjartan
Í fjöru orti feigðarbrag
fallegan, kolsvartan
Grunlaus ástin aldrei sá
grimma hugsun falda
Ást um eilífð, hennar þrá,
eiturnaðran kalda
Í vasa mínum vítistól,
voldugt snæri blakti
Um hálsinn hertist að sú ól
Hennar líf burt hrakti
Barst um, hræðsla hana skók
Hjarta brjóstið barði
Tryllt uns dauðinn hana tók
Tómlegt auga starði
Ástin svikul eilífð sá
Elsku hafið felur
Á myrkum söndum líkið lá
Ljúf í hafi dvelur
sólríkan og bjartan
Í fjöru orti feigðarbrag
fallegan, kolsvartan
Grunlaus ástin aldrei sá
grimma hugsun falda
Ást um eilífð, hennar þrá,
eiturnaðran kalda
Í vasa mínum vítistól,
voldugt snæri blakti
Um hálsinn hertist að sú ól
Hennar líf burt hrakti
Barst um, hræðsla hana skók
Hjarta brjóstið barði
Tryllt uns dauðinn hana tók
Tómlegt auga starði
Ástin svikul eilífð sá
Elsku hafið felur
Á myrkum söndum líkið lá
Ljúf í hafi dvelur
Samið eftir texta Kristjáns Fenris Sigurðarsonar.