Geðveikin sem andar í hálsmálið mitt
Ef líf mitt væri eins og þið haldið að það sé
eins og það lítur út fyrir að vera
þá gréti ég ekki í hljóði á kvöldin
á morgnanna
eða á daginn
efaðist ekki um ást hans
bara því ég elska hann svo ákaft
að mig verkjar
og tel ekki annað geta komið til greina
en að ég verði særð
ég væri ekki einmana
í þúsund manna hóp
og ætti griðarstað sem ég gæti kallað
heim
þar væri ég sátt með sjálfa mig
og gott ef ég kynni ekki að taka við hrósi
heima
ég væri löngu búin að gleyma því
að eitt sinn drap ég fóstur
og á undan því fargaði ég næstum sjálfri mér með vilja
en það tók auðvitað enginn myndir þá
og útlit lífs míns er eftir því
eins og það lítur út fyrir að vera
þá gréti ég ekki í hljóði á kvöldin
á morgnanna
eða á daginn
efaðist ekki um ást hans
bara því ég elska hann svo ákaft
að mig verkjar
og tel ekki annað geta komið til greina
en að ég verði særð
ég væri ekki einmana
í þúsund manna hóp
og ætti griðarstað sem ég gæti kallað
heim
þar væri ég sátt með sjálfa mig
og gott ef ég kynni ekki að taka við hrósi
heima
ég væri löngu búin að gleyma því
að eitt sinn drap ég fóstur
og á undan því fargaði ég næstum sjálfri mér með vilja
en það tók auðvitað enginn myndir þá
og útlit lífs míns er eftir því
Feb '11