Nafnlaust
Svona tekurðu þétt í hendurnar á mér
og ekkert
getur haldið mér fastar.
Og logar líkama þíns sameinast mínum þannig að við gætum alveg eins verið á hvolfi án þess að taka eftir því.
Svo stigir þú óvart á tánna á mér
og ég myndi særa karlmennsku þína
og þú myndir byrja að dansa harkalega við mig
svo ég myndi hristast og næstum togna í hálsinum en svo myndi ég tryllast
og reyna að hrista þig á móti
og þú værir ekki búinn að gleyma hvað ég væri sterk
og myndir verða hræddur og hræddur um að sína að þú værir hræddur
og ég myndi öskra á þig úr reiði frá tánum
og þú myndir halda höndum mínum uppi á únliðunum en titra því ég er eiginlega sterkari en þú. Hlutfallslega.
Svo myndir þú sleppa og snúa þér undan.
Ganga karlmannlega í burtu eins og ég myndi ekki vita ekki að þú hafir verið búinn með kraftinn.
En þú slepptir svo snögglega að ég dúndraðist á gólfið, beit mig í vörina og í lýsti því yfir í hljóði hvernig þér hefði tekist að skemma allt.
Og svo snýrðu þér aftur að mér þar sem ég ligg á gólfinu og segir:
KONA! Af hverju viltu ekki dansa?
Gengur að mér eins og það hafi ekki verið þú sem eyðilagðir dansinn út af viðkvæmri karlmennsku. Reisir mig á fætur og ég gæti drepið þig.
Svo tekurðu þétt í hendurnar á mér og allt í einu ekkert getur haldið mér fastar.  
Bergþóra Einarsdóttir
1984 - ...


Ljóð eftir Bergþóru Einarsdóttur

Duglegur valtarahéri
Ætlastu ekki til neins
Fallegur eigingjarn dauði er bestur
19.2.7 Amor en guerra
Morgunmatur
Þungir steinar
Fullt tungl
Brennandi svartir fiskar
Stafrænt gras
Ísbirnir að steikja hamborgara
Möndlubjarminn í brosinu
Án þess að slíta augntaugina
Nafnlaust
Svanur