

Hann kom
á nákvæmlega réttu
augnabliki
með varirnar sínar
glimmer á gallajakka
og snoðaðan haus.
Hann ræddi við hana
ekki á samtalsstað
en út úr því
kom eitthvað fallegt
eitthvað einlægt
eitthvað ljúft.
Hvorugt dansaði
það kvöld.
Hann bara stóð
hún bara sat
þau bara töluðu.
Þegar ég horfði
á eftir honum
niður tröppurnar
óskaði ég þess
að ég kynni betri dönsku.
á nákvæmlega réttu
augnabliki
með varirnar sínar
glimmer á gallajakka
og snoðaðan haus.
Hann ræddi við hana
ekki á samtalsstað
en út úr því
kom eitthvað fallegt
eitthvað einlægt
eitthvað ljúft.
Hvorugt dansaði
það kvöld.
Hann bara stóð
hún bara sat
þau bara töluðu.
Þegar ég horfði
á eftir honum
niður tröppurnar
óskaði ég þess
að ég kynni betri dönsku.