Sólskríkjan
Snjókorn fellur hljótt í skjóli nætur
Skuggar mánans flökta ótt og títt
Vindar strjúka vanga undurblítt
Veröld huggar sólskríkju sem grætur
Geisli sólar, gleði festir rætur
Í gráum himni kviknar ljósið þýtt
Smáfugl finnur sönginn upp á nýtt
og smærri perlum lífsins gefur gætur
Skuggar mánans flökta ótt og títt
Vindar strjúka vanga undurblítt
Veröld huggar sólskríkju sem grætur
Geisli sólar, gleði festir rætur
Í gráum himni kviknar ljósið þýtt
Smáfugl finnur sönginn upp á nýtt
og smærri perlum lífsins gefur gætur