Norðanbylur
Við földum okkur feimin
til framandleg varð okkar lund
ég og þú áttum við heiminn
það héldum við um stund

Örsjaldan höfðum við betur
og kúrðum hvort öðru hjá
þá kom dimmur og ískaldur vetur
sem aðeins jók okkar þrá

Draumarnir sem við dáðum svo heitt
drukknuðu í ísköldum hylnum
óskirnar sem að öllu gátu breytt
urðu að engu norðanbylnum

Þegar deginum hallar , og til upphafs síns hverfur, suðræn vorgolan hlý
Er vornóttum líkur, og myrkrið að sverfur hittumst við líklega á ný
 
Sigurgeir Vilmundarson
1972 - ...
Um hverfugleika lífsins


Ljóð eftir Sigurgeir

Allsnægtarpláneta
Miðað á mánann
Metnaður
Synir vor þjóðar.
Andleg upprisa.
Skilningur
Harður húsbóndi
Móðir
Myndin
Einmanna sál
Örvænting
Í draumi þeirra daga (vinarkveðja)
Myndin af okkur
Norðanbylur
Í brotnu gleri
Eins og allir hinir
Samferða
Samstíga
Áttavilltur
Fílamaðurinn og hirðirinn hans.
Skömm
Ofvirkni
Hvað er frelsi?
Kæra vinkona
Þráhyggja.
Nostalgía
Í brimrótinu