Norðanbylur
Við földum okkur feimin
til framandleg varð okkar lund
ég og þú áttum við heiminn
það héldum við um stund
Örsjaldan höfðum við betur
og kúrðum hvort öðru hjá
þá kom dimmur og ískaldur vetur
sem aðeins jók okkar þrá
Draumarnir sem við dáðum svo heitt
drukknuðu í ísköldum hylnum
óskirnar sem að öllu gátu breytt
urðu að engu norðanbylnum
Þegar deginum hallar , og til upphafs síns hverfur, suðræn vorgolan hlý
Er vornóttum líkur, og myrkrið að sverfur hittumst við líklega á ný
til framandleg varð okkar lund
ég og þú áttum við heiminn
það héldum við um stund
Örsjaldan höfðum við betur
og kúrðum hvort öðru hjá
þá kom dimmur og ískaldur vetur
sem aðeins jók okkar þrá
Draumarnir sem við dáðum svo heitt
drukknuðu í ísköldum hylnum
óskirnar sem að öllu gátu breytt
urðu að engu norðanbylnum
Þegar deginum hallar , og til upphafs síns hverfur, suðræn vorgolan hlý
Er vornóttum líkur, og myrkrið að sverfur hittumst við líklega á ný
Um hverfugleika lífsins