

að vakna eftir alltof stuttan svefn
í harkalega skærri birtu
næfurþunnra gluggatjalda
við ómeðvitaða snertingu
og kvikna öll að innan
tilbúin að leika
skreppa í sturtu og leika meira
og gleyma öllu öðru
svona rétt á meðan
kveðjast eftir letilegt kúr
og einlægt kurteisisspjall
fatta skyndilega að dagurinn
er langt kominn
og morguninn löngu liðinn
í harkalega skærri birtu
næfurþunnra gluggatjalda
við ómeðvitaða snertingu
og kvikna öll að innan
tilbúin að leika
skreppa í sturtu og leika meira
og gleyma öllu öðru
svona rétt á meðan
kveðjast eftir letilegt kúr
og einlægt kurteisisspjall
fatta skyndilega að dagurinn
er langt kominn
og morguninn löngu liðinn