

Í upphafinu
þegar allt var eitt,
og eitt varð allt.
Í upphafinu
urðum við til.
Í upphafi bundin
órjúfanlegum
böndum.
Kastað út í eilífðina
af feiknarafli,
um óravíddir
á óendanlegum hraða.
Stundum finnumst við
rekumst hvort á
annað.
Í örsmá augnablik
snertumst, náum
saman.
Sæt augnablik
stutt og falleg.
Á ný slitin
sundur,
þeytt út í eilífina.
Í óravíddum finnum
við fyrir
nærveru hvers annars.
Örlögin stýra því
hvenær okkur
rekur
saman á ný.
þegar allt var eitt,
og eitt varð allt.
Í upphafinu
urðum við til.
Í upphafi bundin
órjúfanlegum
böndum.
Kastað út í eilífðina
af feiknarafli,
um óravíddir
á óendanlegum hraða.
Stundum finnumst við
rekumst hvort á
annað.
Í örsmá augnablik
snertumst, náum
saman.
Sæt augnablik
stutt og falleg.
Á ný slitin
sundur,
þeytt út í eilífina.
Í óravíddum finnum
við fyrir
nærveru hvers annars.
Örlögin stýra því
hvenær okkur
rekur
saman á ný.