Samferða
Nú liggur leiðin áfram
eitthvað fram á við
hvert hún skilar okkur
kemur engum við.

Með vindinum við fjúkum
yfir eyðilönd
saman í blíðu og stríðu
við höldumst hönd í hönd.

Þegar kvölda tekur
og leiðarenda er náð
verður okkur ljóst
hvaða fræjum við höfum sáð.

Þangað til höldum við áfram
oft um brattan stig
en ferðin er þess virði
svo lengi sem ég hef þig.  
Sigurgeir Vilmundarson
1972 - ...
Um lífsförunaut


Ljóð eftir Sigurgeir

Allsnægtarpláneta
Miðað á mánann
Metnaður
Synir vor þjóðar.
Andleg upprisa.
Skilningur
Harður húsbóndi
Móðir
Myndin
Einmanna sál
Örvænting
Í draumi þeirra daga (vinarkveðja)
Myndin af okkur
Norðanbylur
Í brotnu gleri
Eins og allir hinir
Samferða
Samstíga
Áttavilltur
Fílamaðurinn og hirðirinn hans.
Skömm
Ofvirkni
Hvað er frelsi?
Kæra vinkona
Þráhyggja.
Nostalgía
Í brimrótinu