Augnablik
Heyrði ekki í hundrað ár,
hrópin þín og köll.
Áttaði mig þá aldrei á,
að við gætum búið í höll.

Höll þar sem hjörtu okkar búa,
og hanga hlið við hlið.
Ást sem ekkert mun snúa,
nú eilífðin þarf enga bið.

Eftir hundrað ár og harða daga,
heyri ég í þér.
Á eftir kemur auðmjúk saga,
um framtíð okkar hér.

Árin líða og augnablik,
ég heyri ei lengur í þér.
Ég sé þig þó sem stjörnublik,
sem starir og fylgist með mér.

Brátt fer ég nú samt í bólið,
bæli andanum frá,
bíð nú eftir boði,
til birtunnar og loksins þig sjá.

Þú stendur þarna í órafjarlægð,
tekur vel á móti mér
Ég geng þar til þín glöð og ánægð
geng beint í faðm á þér.

 
rósin
2000 - ...


Ljóð eftir rósin

Fall
Þjófur
Lok
Áhyggjulaus
Upptekin
Án hans
Fjölmenni
Dauð kátína
Vonleysi
Týnd
Klettar lífsins
Aumar taugar
Hinar stelpurnar
Á ég að þegja?
Augnablik
Amma
Mannfólkið