Ofvirkni
Fyrir villiráfandi sveimhuga
eru krókaleiðir lífsins
og valmöguleikar
eilíf
þrautarganga

Ein leiðin er byrjuð
þá heillar önnur meir
hann hringsnýst
um skottið á sjálfum sér
eins og íslenskur fjárhundur

Hamast
eins og hamstur á hjóli
hleypur
frá sér lífið
en kemst ekkert áfram

Þangað til hann hittir
sálufélaga sinn
sem tekur í tauminn
og leiðir hann viljugan
á rétt slóð

Slóð sem liggur áfram
veginn í átt
að sameiginlegri
óvissu
 
Sigurgeir Vilmundarson
1972 - ...


Ljóð eftir Sigurgeir

Allsnægtarpláneta
Miðað á mánann
Metnaður
Synir vor þjóðar.
Andleg upprisa.
Skilningur
Harður húsbóndi
Móðir
Myndin
Einmanna sál
Örvænting
Í draumi þeirra daga (vinarkveðja)
Myndin af okkur
Norðanbylur
Í brotnu gleri
Eins og allir hinir
Samferða
Samstíga
Áttavilltur
Fílamaðurinn og hirðirinn hans.
Skömm
Ofvirkni
Hvað er frelsi?
Kæra vinkona
Þráhyggja.
Nostalgía
Í brimrótinu