

Fyrir villiráfandi sveimhuga
eru krókaleiðir lífsins
og valmöguleikar
eilíf
þrautarganga
Ein leiðin er byrjuð
þá heillar önnur meir
hann hringsnýst
um skottið á sjálfum sér
eins og íslenskur fjárhundur
Hamast
eins og hamstur á hjóli
hleypur
frá sér lífið
en kemst ekkert áfram
Þangað til hann hittir
sálufélaga sinn
sem tekur í tauminn
og leiðir hann viljugan
á rétt slóð
Slóð sem liggur áfram
veginn í átt
að sameiginlegri
óvissu
eru krókaleiðir lífsins
og valmöguleikar
eilíf
þrautarganga
Ein leiðin er byrjuð
þá heillar önnur meir
hann hringsnýst
um skottið á sjálfum sér
eins og íslenskur fjárhundur
Hamast
eins og hamstur á hjóli
hleypur
frá sér lífið
en kemst ekkert áfram
Þangað til hann hittir
sálufélaga sinn
sem tekur í tauminn
og leiðir hann viljugan
á rétt slóð
Slóð sem liggur áfram
veginn í átt
að sameiginlegri
óvissu