Um Rauðhettu og úlfinn
Rauðhetta rjátlaði út í skóg
raulaði kvæði,söng og hló
ömmu færa kökur vildi og vín
veðrið fagurt og sólarsýn

En lævís sig faldi í láviðarrunni
ljótur úlfur sem klæki kunni
til rauðhettu hann rogginn gekk
ræfillin gerði henni ljótan hrekk

Þú ættir að tína handa ömmu blóm
úlfurinn mælti beyskum róm
réðist hún á blómin rævilstuskan
rauk þá úlfurinn út í buskan

Ömmu hann fann amma var mát
úlfurinn þá gömlu í heilulagi át
í gær hafð hann etið grísina þrjá
og gleypti nú ömmu svei mér þá

Síðan er hann hafði ömmu etið
úlfurin lagði sig glaður í fletið
eftir rauðhettu úlfurinn beið
og allt fór það svo á sömu leið

En vínhneygður fór veiðimaður hjá
vín hjá ömmu hann langaði að fá
amma ég færi þér vænt villisvín
viltu ekki hleypa mér inn til þín

Ég er ekki heima æfti úlfurinn
eitthvað er á seiði hugsaði maðurinn
opnaði dyrnar og úlfin strax sá
akfeitan það var ekki sjón að sjá

Veiðimaðurinn tók vasahnífinn sinn
vó hann úlfin og risti hann á kviðinn
amma og rauðhetta skriðu skjálfandi út
skriðu svo grísirnir út í einum kút

Amma í skottið á úlfinum náði
úlfinn tók hún og fimlega fláði
gerðu þau að skrambans skrokknum
skrokkin seldu svo gæðakokkum

Grísirnir og rauðhetta spiluðu á spil
spök og fanst gaman að vera til
amma saumaði úlfskinnstösku
á endanu náði maðurinn í flösku

Átu grísirnir kökur einsog svín
en amma og karlinn drukku vín
síðan grísirnir fóru syngjandi heim
segir nú ekkert meira af þeim

Rauðhetta fór síðan að sofa
svaf hún vel í ömmu kofa
dansaði amma og duflaði þótt
dimmt væri orðið og komin nótt

 
Haraldur Auðbergsson
1974 - ...


Ljóð eftir Harald Auðbergsson

Sólarlag
Gestagangur
Tófa
Kvæðastúss
Um Rauðhettu og úlfinn
Öfugmæli
Brim
Jöklarnir hopa
Veðurharka
Smalavísur úr Berufirði.
Mart er mig að þjaka
Nátthrafn
Jól
Veðurharka
Shushi
Þegar tveir koma saman
Ljúfa sumar
Áramót.
Kaffisopinn
Skammdegi.
Þorrablót.
Munkurinn
Stafsetning
Hómatindur.
Vor
Apótekið
Klerkurinn.
Helgarnar.