Rangur tími.
Grunar mig tíminn gangi rangt
og gengið það hafi of langt
löturhægt þegar leiðist mér
en látlaust gengur þá gaman er.

Mánudagur guggin og grár
gengur einsog heilt ár
en helgin samt sýnist mér
sirka eitt lítið kortér.

Voðalega flýtir vorið sér
virðist allavega mér
sumarið er sem mínúta
svo fljótt fyrir hausti að lúta

Og alltaf líður haustið hratt
of hratt þú veist það er satt
þó virðist kalt vetrarkvöld
vera einsog heil ísöld.

Líður vetur löturhægt
löngu er það orðið frægt
en æskan líður alltof fljótt
einsog björt sumarnótt.

Tæblega því telst það frétt
að tíminn gengur ekki rétt
þetta er komin tími til að laga
tímaskekkjan er alla að plaga.  
Haraldur Auðbergsson
1974 - ...


Ljóð eftir Harald Auðbergsson

Sólarlag
Gestagangur
Tófa
Kvæðastúss
Um Rauðhettu og úlfinn
Öfugmæli
Brim
Jöklarnir hopa
Veðurharka
Smalavísur úr Berufirði.
Mart er mig að þjaka
Nátthrafn
Jól
Veðurharka
Shushi
Þegar tveir koma saman
Ljúfa sumar
Áramót.
Kaffisopinn
Skammdegi.
Þorrablót.
Munkurinn
Stafsetning
Hómatindur.
Vor
Apótekið
Klerkurinn.
Helgarnar.
Jólakveðja.
Rangur tími.
Ritstuldur
Jólaljós.
Um Ljóð og byssur.
Jólavísa.