Svarthol
Hrímkaldur veruleikinn næðir og nístir
Nákuldinn frystir mitt hjarta
Dvel í myrkrinu mikla, sjaldnast þar birtir
Máttvana, hugur minn rifin í parta

Óttasleginn að mestu, ég í myrkrinu arka
Af varkárni ég leið mína fer
Sárkvalinn af svartnætti, allt mér að þakka
Sorgina í hjarta mínu ég ber

Þögull stend ég og græt þeigjandi tárum
Þrálátan sviða í hjarta ég finn
Þrotið var þrek mitt fyrir allnokkrum árum
Og þögnin varð besti vinur minn  
Niftar
1985 - ...


Ljóð eftir Niftar

Kulda boli
Klukkan
Svarthol
Rökkurdýrð
Fræið
Vofur
Flóinn
Örlagafíkill
Kvöldroðadís
Like
Bernskubrek