Rökkurdýrð
Líkamshitinn er unaðslegur
Og hlý strokan fer
Yfir hrúfan vangann minn
Sem er þakinn skeggbroddum
Hlý orð hvísluð í eyra
Sem aðeins himingeimurinn heyri
Tunglið og stjörnurnar
Sem lýsa upp myrkur
Sálarinnar

Ó, hve ástin er hlý
Í faðmi næturhúmsins
Ó, hve ástin er góð
Í draumum hins vitfirrta

Fögur orðin … orðin … orðin
Svala þörfinni til þess heyra
Eitthvað fallegt
Eitthvað sem á ekki heima hér
Í veröldinni
Eitthvað fagurt sem aðeins
Næturhúmið má hvísla
Og heyra
Og segja engum
Öðrum  
Niftar
1985 - ...


Ljóð eftir Niftar

Kulda boli
Klukkan
Svarthol
Rökkurdýrð
Fræið
Vofur
Flóinn
Örlagafíkill
Kvöldroðadís
Like
Bernskubrek