Nátthrafn
Sjaldan á daginn þú sjá þig lætur
ég sé þig mikið oftar um nætur
lífið að nóttu líkar þér best
og ljós þitt þá læturðu skína mest
Þú ert einsog dæmdur drykkjumaður
er dimmir þá ertu oftast góðglaður
og þegar upp þig langar þér að lyfta
læturðu vikudaginn þig eingu skifta
En gleðin stundum getur skinið af þér
en grár og fölur oft þú birtist mér
furðu oft ertu hálfur fullur eða þunnur
flestum stjörnum ertu þó kunnur
Heim samt þú okkur hjálpar að rata
í húminu greiðist með þér gata
því tunglið ertu í tilveru okkar
og tunglið lasta bara drullusokkar
ég sé þig mikið oftar um nætur
lífið að nóttu líkar þér best
og ljós þitt þá læturðu skína mest
Þú ert einsog dæmdur drykkjumaður
er dimmir þá ertu oftast góðglaður
og þegar upp þig langar þér að lyfta
læturðu vikudaginn þig eingu skifta
En gleðin stundum getur skinið af þér
en grár og fölur oft þú birtist mér
furðu oft ertu hálfur fullur eða þunnur
flestum stjörnum ertu þó kunnur
Heim samt þú okkur hjálpar að rata
í húminu greiðist með þér gata
því tunglið ertu í tilveru okkar
og tunglið lasta bara drullusokkar