Haust.'22
Lífið er gaman en lánið er valt,
við lékum um haga og torg.
Nú vindurinn blæs og vatnið er kalt
og vitund mín upplifir sorg.
Ljúfu stundirnar lýsa mér nú
en langur vetur er brátt.
Huggun mín er hamingja sú
að hafa þig frændi minn átt.
Minningu þína í heiðri hátt
við höldum í starfi og leik.
Þá sannlega kemur sumarið brátt
og söngfuglar fara á kreik.
við lékum um haga og torg.
Nú vindurinn blæs og vatnið er kalt
og vitund mín upplifir sorg.
Ljúfu stundirnar lýsa mér nú
en langur vetur er brátt.
Huggun mín er hamingja sú
að hafa þig frændi minn átt.
Minningu þína í heiðri hátt
við höldum í starfi og leik.
Þá sannlega kemur sumarið brátt
og söngfuglar fara á kreik.