Haust.'22
Lífið er gaman en lánið er valt,
við lékum um haga og torg.
Nú vindurinn blæs og vatnið er kalt
og vitund mín upplifir sorg.

Ljúfu stundirnar lýsa mér nú
en langur vetur er brátt.
Huggun mín er hamingja sú
að hafa þig frændi minn átt.

Minningu þína í heiðri hátt
við höldum í starfi og leik.
Þá sannlega kemur sumarið brátt
og söngfuglar fara á kreik.  
Haraldur Haraldsson
1954 - ...


Ljóð eftir Harald

Úr myrku djúpi
Ævintýri.
Jólavísur
Kveðja heim
Dagur í lífinu.
Óður til æskustöðva
Verslunarmannahelgin.
Lífið
Kjartan bóndi
Tryggðarbönd
Minning.
Til mömmu
Jólavísa
Hjá þér ríkur ég er
Tréð mitt í garðinum
Hugleiðing sjóarans
Betra Líf
Nýtt líf
Landið mitt
Trúarljóð
Landið mitt fagra
Ríkisstjórn (Til minningar)
Haust
Jólavísa 2010
Lækurinn
Vagga Lífsins
Sorg.
Haust.'22
Öspin.
8 júlí 2024