8 júlí 2024
Frið og kærleik við finnum nú,
fjölskyldan stendur saman,
að bæta lífið er bjargföst trú,
brosa og hafa svo gaman.
Helg er nú stund,hugsum til þín
og hópumst að gröfinni þinni.
Á sólfögrum degi,sunna hún skín
en samt er ég klökkur hér inni.
Ekkert gat stöðvað tímans tár,
taflið var flókið og snúið.
Minning þín lifir,sorgin er sár,
við sendum þér ást út í núið.
fjölskyldan stendur saman,
að bæta lífið er bjargföst trú,
brosa og hafa svo gaman.
Helg er nú stund,hugsum til þín
og hópumst að gröfinni þinni.
Á sólfögrum degi,sunna hún skín
en samt er ég klökkur hér inni.
Ekkert gat stöðvað tímans tár,
taflið var flókið og snúið.
Minning þín lifir,sorgin er sár,
við sendum þér ást út í núið.
Fjölskylda Onna frænda míns sem lést fyrir aldur fram 42 ára kom saman á afmælisdegi hans .