Minni Tröllastelpunnar (Til afa)
Þegar veröldin var barn
veifuðu álfarnir í hamrinum
Klettarnir úti fyrir urðinni
voru hvalir í felum
Steinninn uppi í hlíðinni
var Willísjeppi.
Skrýtni hóllinn fyrir ofan húsið
var óheppið náttröll.
Hrafnarnir krunkuðu leyndarmál
í næmt barnseyra.
Og morguninn boðaði æfintýri
sem biðu eftir að gerast.
Rauða stúlknahjólið með skakka stýrið
var tryllitæki, tímavél
farkostur með óendanlega möguleika
Skaust léttilega austur fyrir sól
vestur fyrir mána, útfyrir endamörk alheimsins
og til baka, fyrir hádegisverð
Í morgun skein sólin í fullorðnum heimi
Samt glottu skórnir og sokkarnir ærsluðust
Rauða peysan frá ömmu var pell og purpuri
Vatnið í sundlauginni hló
Og ég brosti þegar ég veifaði til Esjunnar
Og álfarnir veifuðu til baka :)
veifuðu álfarnir í hamrinum
Klettarnir úti fyrir urðinni
voru hvalir í felum
Steinninn uppi í hlíðinni
var Willísjeppi.
Skrýtni hóllinn fyrir ofan húsið
var óheppið náttröll.
Hrafnarnir krunkuðu leyndarmál
í næmt barnseyra.
Og morguninn boðaði æfintýri
sem biðu eftir að gerast.
Rauða stúlknahjólið með skakka stýrið
var tryllitæki, tímavél
farkostur með óendanlega möguleika
Skaust léttilega austur fyrir sól
vestur fyrir mána, útfyrir endamörk alheimsins
og til baka, fyrir hádegisverð
Í morgun skein sólin í fullorðnum heimi
Samt glottu skórnir og sokkarnir ærsluðust
Rauða peysan frá ömmu var pell og purpuri
Vatnið í sundlauginni hló
Og ég brosti þegar ég veifaði til Esjunnar
Og álfarnir veifuðu til baka :)
Til afa míns, sem gaf mér þennan æfintýraheim :)