Og rykið féll
Ég vaknaði í regninu eftir síðustu helsprengjuna.
Það eina sem ég mundi voru mánuðir, ár ófriðs.
Ærandi þrumur sem skáru lygar úr eyrum mínum.
Hvítglóandi eldur sem brenndi vanann úr húð minni.
Svíðandi stormur hreif með sér síðustu slitrurnar
af því sem augun vildu aðeins sjá.
Ég vaknaði nakin, húð mín rifin og viðkvæm, hreinsuð, ný.
Hversu lengi lá ég í rústum tilvistar sem aldrei átti stað?
Þegar óvarin augu mín vöndust nýju ljósi og ókunnum formum,
reyndi ég að standa í óstyrka fætur. Þeir höfðu misst sinn
gyllta fótbúnað, sem áður hefti för með þungu prjáli.
Hvasst grjót skar mjúkar iljar, en bar með sér létti. Aflausn.
Ég ráfaði lengi um og skildi ekki hvers vegna borgin hrundi
eins og undan eigin þunga. Lengi rótaði ég í brotnum speglum
sem varpað höfðu afskræmdri mynd og leyft mér að sofa.
Loks þegar ég fann, djúpt í rústunum, spegilmynd sjálfrar mín
afskræmdrar, heftrar, falinnar, fullrar af ótta, fann ég fræið
sem öllu kom af stað. Og það spíraði í raunveruleika mínum.
Líf!
Það eina sem ég mundi voru mánuðir, ár ófriðs.
Ærandi þrumur sem skáru lygar úr eyrum mínum.
Hvítglóandi eldur sem brenndi vanann úr húð minni.
Svíðandi stormur hreif með sér síðustu slitrurnar
af því sem augun vildu aðeins sjá.
Ég vaknaði nakin, húð mín rifin og viðkvæm, hreinsuð, ný.
Hversu lengi lá ég í rústum tilvistar sem aldrei átti stað?
Þegar óvarin augu mín vöndust nýju ljósi og ókunnum formum,
reyndi ég að standa í óstyrka fætur. Þeir höfðu misst sinn
gyllta fótbúnað, sem áður hefti för með þungu prjáli.
Hvasst grjót skar mjúkar iljar, en bar með sér létti. Aflausn.
Ég ráfaði lengi um og skildi ekki hvers vegna borgin hrundi
eins og undan eigin þunga. Lengi rótaði ég í brotnum speglum
sem varpað höfðu afskræmdri mynd og leyft mér að sofa.
Loks þegar ég fann, djúpt í rústunum, spegilmynd sjálfrar mín
afskræmdrar, heftrar, falinnar, fullrar af ótta, fann ég fræið
sem öllu kom af stað. Og það spíraði í raunveruleika mínum.
Líf!