Frosin mynd
Andans mál.
Ritað sem hugsanir,
gefnar út af vörum þínum
sem metsöluverk.

Þú manst,
þú hafðir heila,
ónotaðan, óeyddan,
hér áður.

Sumur koma,
tjáning þín blómstrar
og springur út
undir regnboga.

Frosin mynd
steypt í kjallaratröppunum.
Varir þínar hafa þagnað
að eilífu.  
Eyrún B
1979 - ...


Ljóð eftir Eyrúnu

Áminning
Draumur morgundagsins
Frosin mynd
Lítil sál
Fórn fagurgalans
Brosið
Barnsins augu
Tímaleysi
Nóttin
Dagur fullkomnunar
Er sú trúin til
Ungdóms einlægni
Hugsun vonar