Lítil sál
Hvernig heilinn sér leikur
að hindra framgang hamingjunnar,
eitt tár,
eitt sár,
endalaus niðurrif,
engist líkaminn,
mölbrotinn maðurinn,
mætir skaparinn,
ein sál,
ein lítil falleg sál.
Sorglegar staðreyndir
sýnast svo erfiðar,
en í lautu leynist gleðin,
góðum manni gefin,
ein stund,
ein lund,
betur fer honum brosið,
bætir allt það sem er frosið,
sigurinn sæli er fenginn,
sársaukinn lengur er enginn.  
Eyrún B
1979 - ...


Ljóð eftir Eyrúnu

Áminning
Draumur morgundagsins
Frosin mynd
Lítil sál
Fórn fagurgalans
Brosið
Barnsins augu
Tímaleysi
Nóttin
Dagur fullkomnunar
Er sú trúin til
Ungdóms einlægni
Hugsun vonar