Ég
Ég ligg og horfi á þig
þú ert svo fríður
þú andar þungt
þú sefur

Í myrkrinu hugsa ég
\"elskar mig,elskar mig ekki\"
sama hversu oft ég spyr
þú elskar mig ekki

Hvers vegna?
Hvað gerði ég?
Ég klæði mig
og fer út

Ég flýtti mér svo mikið
að ég gleymdi,
merkasta hlut lífsins
hjartanu mínu
það lá og svaf við hliðina á þínu  
Jóna
1986 - ...


Ljóð eftir Jónu

dóra
Ég
Einmanna
Ég vildi ég væri
lífið
gleymd
stolið
æska
Leiðin
Dögun