

Vorblaut sunnangolan
tekur á mót mér einn morguninn
og gerir mig hlægilega
á þorraþykkum klæðunum.
Glaðlegur regnbogi tekur af mér trefilinn og húfuna,
vetrargráu hárin fagna og
safna örsmáum dropunum.
Hjáróma heyrist í álftunum kvaka
er þær fljúga þar undir regnbogann
hratt til heiða og allt,
en er ekki eins og ég vakni
frekar en hitt?
tekur á mót mér einn morguninn
og gerir mig hlægilega
á þorraþykkum klæðunum.
Glaðlegur regnbogi tekur af mér trefilinn og húfuna,
vetrargráu hárin fagna og
safna örsmáum dropunum.
Hjáróma heyrist í álftunum kvaka
er þær fljúga þar undir regnbogann
hratt til heiða og allt,
en er ekki eins og ég vakni
frekar en hitt?