Lítill drengur
Hann þreyttur leggst á koddann sinn,
Með sín tár
Og fína hár
Hjá móður sinni grætur hann í nótt.
Með fínar hendur fálmar hann
Finnur ei neitt
Hjartað er hreint
Pabbi getur drenginn sinn ei sótt.
Mamma mín ég elska þig
Þú verður mér kær
Komdu mér nær
Pabbi viltu hald\'utan um mig.
Það munu englar passa mig
Sýna mér allt
Nú er mér kalt
Held ég sé að fara kveðja þig.
Ó mamma mín ég fagna ykkur
Er kemur þú inn
Í himininn
Ég sit á skýjabólstri þykkum.
Er horfir þú á skýin blá
Veldu þá mitt
Það verður þitt
Og saman, saman líðum við hjá.
Þá þarftu ekki að óttast neitt
Ég passa þig hér
Með englaher
Við saman stöndum sem eitt.
Sveinn Hjörtur. 17/12.2002.
Með sín tár
Og fína hár
Hjá móður sinni grætur hann í nótt.
Með fínar hendur fálmar hann
Finnur ei neitt
Hjartað er hreint
Pabbi getur drenginn sinn ei sótt.
Mamma mín ég elska þig
Þú verður mér kær
Komdu mér nær
Pabbi viltu hald\'utan um mig.
Það munu englar passa mig
Sýna mér allt
Nú er mér kalt
Held ég sé að fara kveðja þig.
Ó mamma mín ég fagna ykkur
Er kemur þú inn
Í himininn
Ég sit á skýjabólstri þykkum.
Er horfir þú á skýin blá
Veldu þá mitt
Það verður þitt
Og saman, saman líðum við hjá.
Þá þarftu ekki að óttast neitt
Ég passa þig hér
Með englaher
Við saman stöndum sem eitt.
Sveinn Hjörtur. 17/12.2002.
Þetta "ljóð" kom upp í huga minn er ég las minningagrein um dreng sem lést aðeins nokkra daga gamall. Tregafull lýsing fékk mig til að gráta hljóðum gráti.