Útsýni Guðs
Sitjum hér saman og horfum á guð,
Ekkert truflar nema býflugnasuð,
Sestu hjá pabba ég sýni þér það,
Sem náttúran treysti og Guð okkur gaf.
Dalurinn gleypir hvert einasta hús,
Svo er bara vona að hann sleppi okkur fús.
Værðin er komin yfir stúlkuna mína,
blessa og breiði yfir þig sængina þína.

Ég hugsa um framtíðarvonir og þrár,
Vona að drengur minn verði það knár.
Að vitsmuni hafi og passi sig á,
Víni sem spottara og óvini þá.
Sem eitur bjóða og drepa allt líf,
Og undir mína verndarvængi hlíf.
Svo er að vona og Guð minn að biðja,
Að eflist og styrkist lífsvilja iðja.
Drengur og stúlka til pabba leita,
Ég mun minni kænsku og brögðum beita.

 
Sveinn Hjörtur
1971 - ...
*Ort til Sigurðar Ottesen vinar míns sem sagður er eiginmaður góður og frábær faðir. Hann sagði mér frá því þegar hann sat með börnin sín einn heima og horfði yfir Fossvogsdalinn, með dóttur sína í fanginu. Yfir hann kom mikill friður og hann fór að hugsa um framtíð barna sínna.


Ljóð eftir Svein Hjört

Hvíld.
Lítill drengur
Dimma nótt
Von
Útsýni Guðs
Kona
Úlfurinn ( Björgvin Halldórsson)
Kárahnjúkar
Iðnaðarráðherrafrú
Týndur vinur
Ferðalangur
Meðferð á Vogi
Árna-vísur
Góðan dag