Kona
Ó, þú yndislega kona,
leyfðu mér að vona,
ég hvíli í örmum þér.

Ástin, þá sem að við eigum,
söfnum saman steinum,
sem körfu set ég í.

Birtu og gleði finn ég þína,
Brosið þitt það fína,
Hlátur mildur þinn.
Og þú, sýnir mér og sannar,
að það er engin annar,
ég hlýju hjá þér finn.

Nú hef ég þig í mínum örmum,
laus frá öllum hörmum,
dimma kemur nótt.

Nóttin, senn fer hún að koma,
leggst á koddann kona,
kæra sofðu rótt.  
Sveinn Hjörtur
1971 - ...
Já...þetta kom í einum hvelli í huga minn. Ég var á leið út, hélt á dóttur minni og horfði til konu minnar þar sem hún var að taka sig til. Með þessu ljóði er ég að lýsa konunni minni og dóttur. líka það að litlu steinarnir í lífinu eru oft svo dýrmætir og vert að týna þá upp, frekar en að dröslast með stóra sem tefja oft för okkar í lífinu.


Ljóð eftir Svein Hjört

Hvíld.
Lítill drengur
Dimma nótt
Von
Útsýni Guðs
Kona
Úlfurinn ( Björgvin Halldórsson)
Kárahnjúkar
Iðnaðarráðherrafrú
Týndur vinur
Ferðalangur
Meðferð á Vogi
Árna-vísur
Góðan dag