Úlfurinn ( Björgvin Halldórsson)
Mig dreymdi að við hefðum sungið saman,
Ég og Bó, og höfðum gaman,
\"sestu hér í besta stólinn\" sagð´ann,
Flottan vindil mér gaf hann,
Drukkum Jack Daniels með klaka,
Ætluðum alla nóttina að vaka.

Ég trúði ekki sjálfum mér um stund,
Þarna sat ég og Bó með fund,
Ræddum um Elvis og \"love me tender\",
Rúnar Júl með bassa-fender,
Hljóma, Brimkló og Há-Ell-Há,
Og hvernig standa var sviðinu á.

Hann sagði \"Sýndu og gerðu alltaf það besta,
Það virkar og dugar á flesta,
Syngdu svo af innlifun og trú,
Bransinn hann er erfiður nú,
Sjóvið er möst og Bandið líka,
Við viljum hlusta á þannig slíka\".

Hann byrjaði að syngja sem ungur drengur,
Rétt eins og fiðla og þíður strengur,
Frægðin og allt að fótum sér bar,
Hugsar sjaldan um það sem var,
Fullur af krafti og elegans,
Those are all my Bó Hall fans.

Fólkið í salnum það lætur hann vita,
Og enni hans perlar af svita,
Þau eru ófá stóru sviðin,
Þau ár eru að mestu liðin,
Ennþá með fallegu röddina laðar,
Ennþá sig í sviðsljósinu baðar.

Úlfurinn með mér Elvis syngur,
Enn hvað þessi meistari er slyngur,
Röddin hans er engri lýk,
Þíð og tær er hún slík,
Af blíðu og brosi hefur gnótt,
senn er hún liðin þessi draumanótt.


 
Sveinn Hjörtur
1971 - ...
Mig dreymdi þennan draum í alvörunni. Steig fram úr rúminu með vott af Wisky keim í munni og var forviða og hugsi hvort ég hafi í raun upplifað drauminn, svo raunverulegur var hann. Ég kallaði Björgvin "Úlfinn" og hann var sáttur við það. Nema hvað, mér er sagt að Björgvin Halldórsson stórsöngvari sé afskaplega gestrisinn og þetta er mín upplifun á því. - Aldrei hef ég þó heimsótt kauða, en til í það væri ég !!


Ljóð eftir Svein Hjört

Hvíld.
Lítill drengur
Dimma nótt
Von
Útsýni Guðs
Kona
Úlfurinn ( Björgvin Halldórsson)
Kárahnjúkar
Iðnaðarráðherrafrú
Týndur vinur
Ferðalangur
Meðferð á Vogi
Árna-vísur
Góðan dag