Týndur vinur
Sit hér með harm í huga,
Lífsins leið, mér er týnd.
Læt mér það einatt duga,
Er minningar mynd er sýnd.
Móðir mín, þú sem fæddir mig,
Og vinur varst mér góður.
Man ég það er ræddum við,
Um ást og traust frá móður.
Nú vegur okkar skilinn er,
Árin farin að sölna.
Í sálu standa blómin ber,
Og blöðin sem farin eru að fölna.
Í hjarta mínu er mikið sár,
Sem erfitt er að græða.
Um vanga renna ennþá tár,
Úr sári er enn að blæða.
Vona að þú eignist hugans ró,
Og allt þér í haginn gangi.
Ég yrki um samband það sem dó,
Og vin á víðavangi.
Lífsins leið, mér er týnd.
Læt mér það einatt duga,
Er minningar mynd er sýnd.
Móðir mín, þú sem fæddir mig,
Og vinur varst mér góður.
Man ég það er ræddum við,
Um ást og traust frá móður.
Nú vegur okkar skilinn er,
Árin farin að sölna.
Í sálu standa blómin ber,
Og blöðin sem farin eru að fölna.
Í hjarta mínu er mikið sár,
Sem erfitt er að græða.
Um vanga renna ennþá tár,
Úr sári er enn að blæða.
Vona að þú eignist hugans ró,
Og allt þér í haginn gangi.
Ég yrki um samband það sem dó,
Og vin á víðavangi.
Það er grimmt þegar einhver sem þú elskar bregst þér á hræðilegan hátt!
-En ekki ætti maður að hata neina manneskju...
-En ekki ætti maður að hata neina manneskju...