Heppnin mín er Humar
Heppnin mín er Humar

Heppnin mín er humar
Og hún fór frá mér í sumar
Svo ef þú Lánar mér Lukku
ég skal Launa þér með tómri krukku.

Gull ég gæfi fyrir
svo gætu blásið byrir
Brennisteina og kalt blý
ef þú búta vilt mig niður á ný.

Þú skapar, þú eyðir
þannig skilja vorar leiðir
Ef þú vilt þá get ég riðið
En það getur jú þannig séð biðið.

Ég elska og því er
ég var og ennþá er ég hér.
Ég hata, hví er ég þá enn?
Hata ég og elska alltaf í senn?

Ég er krufinn, klofinn
Og úr klettum saman ofinn
En innra mjúkur og vel marinn,
mikið og oft verið laminn, barinn.

 
Snæbjörn
1984 - ...


Ljóð eftir Snæbjörn

Lækjarbakkavísa
Ég dansa
Heppnin mín er Humar
Ljúffeng leyndarmál
Með ljóðum
Næstum ljóð
Jaðlakór
Músík
Hjartað þitt
Dramatík
Draumar
Mannhöggvarinn
Ástaróður til framhjáhalds