Ljúffeng leyndarmál
Ljúffengt Leyndarmál

Tómt og þögult, Tímalaust
Í Tómleikanum hóf hann raust,
Hristi Höfin og skapaði
Himininn sem stendur enn
En hann Trylltist og hann Tapaði
Tilvistinni fyrir menn.

Eldinn sem að Undir býr
Og tímann sem að heimin snýr,
Kraftinn sem í Klettum er
Kaldan ís sem frystir oss
Og Logandi Ljós sem aldrei fer
Líka mig, hans allramesta hnoss.

Í Djúpu myrkri ég Dvel
Í Dimmum stað þið kallið hel
Fyrir það sem Ég Einn veit
En hvorki menn né mannabörn,
Því Þegar ég fyrst hans andlit leit
Þá vissi ég að viskan var vörn.

Guð vildi fylla Geiminn
Og Gerði því allan heiminn
En Brotabrot var það Besta
Byggingin tók ekki meira,
Segi það Satt, þetta var það mesta
Sannleikan má þó enginn heyra.

Shhh... og hlustaðu á Ljúfeng Leyndarmál í myrkrinu
 
Snæbjörn
1984 - ...
Já. Ég biðst afsökunar ef ég móðga trú einhvers, áður orti ég allskyns ósóma um kristni en hef nú lært að bera virðingu fyrir þessari trú. Mér finnst bara djöfullinn svo flottur karakter að... Æ þið vitið, bara verð að yrkja inn á milli um hann.


Ljóð eftir Snæbjörn

Lækjarbakkavísa
Ég dansa
Heppnin mín er Humar
Ljúffeng leyndarmál
Með ljóðum
Næstum ljóð
Jaðlakór
Músík
Hjartað þitt
Dramatík
Draumar
Mannhöggvarinn
Ástaróður til framhjáhalds