Næstum ljóð
Næstum því ljóð eftir næstum því mann
Á miðju íslenska hálendinu þar sem hraunbreiður mæta jökulsvatni og rauð fjöll standa einmanalega upp úr fjallasandinum er staður sem heitir Hvergihér. Fyrr á öldum hittust tröllin þar við Hvergivatn á mökunartíma sínum þar sem yngri kynslóðin fann sér sína ævilöngu maka og gömul tröllahjón hittu gamla tröllavini. Síðan grilluðu þau kindur og staka menn á grillteinum upp við ströndina áður en þau héldu heim.
Á eyjunum úti við vatnið hittist huldufólk hulið af ósýnileika-skikkjum á huldufólksþingi þar sem teningar voru kastaðir til að kveða á um dóm, umbun og refsingar. Eftir nokkra daga sneru allir heim ýmist kátir eða sárir og hittust ekki aftur á þinginu fyrr en fimm hundruð árum seinna.
Undir sandinum eru smiðjur dverga sem nota eldfjöll sem fýsibelgi og smíða undraverða hluti úr skeggi konunnar, rótum fjallana, anda fisksins og hávaða kattarins. Þeir sinna pöntunum frá ýmsum guðum úr ýmsum trúarbrögðum og búa til eldingastafi, hamra, silfurboga, kerrur, míþrílbrynjur og margt fleira.
Yfir himnunum þar sem sólin slokknar aldrei á sumrin en hverfur yfir veturinn búa fuglmenni í svífandi klettum sem eru holóttir að innan til að rúma hallir þeirra og híbýli. Þeir eru mennskir í útliti, bara stoltari, sterkari og stærri. Þeir svífa um á hafernavængjum og inn á milli skjótast þeir niður á þrjúhundruð og sextíu kílómetra hraða á klukkustund til að ræna mennskum meyjum sem hætta sér of langt frá byggð.
En eins og Hvergi land og Hvergier og Hvergisést þá er Hvergihér hvergitil í dag og þess vegna ekkert meira heldur en drungalegur samhljómur í undirmeðvitund okkar allra. Í rauninni ættu þessir staðir að heita Áðurvar eða Ekkitil en þau nöfn eru þegar frátekin og í notkun af stöðum sem við getum heimsótt annaðhvort með sálarflakki, sterkum lyfjum, skemmdum mat eða með línudans á milli landamæra lífs og dauða.
Á miðju íslenska hálendinu þar sem hraunbreiður mæta jökulsvatni og rauð fjöll standa einmanalega upp úr fjallasandinum er staður sem heitir Hvergihér. Fyrr á öldum hittust tröllin þar við Hvergivatn á mökunartíma sínum þar sem yngri kynslóðin fann sér sína ævilöngu maka og gömul tröllahjón hittu gamla tröllavini. Síðan grilluðu þau kindur og staka menn á grillteinum upp við ströndina áður en þau héldu heim.
Á eyjunum úti við vatnið hittist huldufólk hulið af ósýnileika-skikkjum á huldufólksþingi þar sem teningar voru kastaðir til að kveða á um dóm, umbun og refsingar. Eftir nokkra daga sneru allir heim ýmist kátir eða sárir og hittust ekki aftur á þinginu fyrr en fimm hundruð árum seinna.
Undir sandinum eru smiðjur dverga sem nota eldfjöll sem fýsibelgi og smíða undraverða hluti úr skeggi konunnar, rótum fjallana, anda fisksins og hávaða kattarins. Þeir sinna pöntunum frá ýmsum guðum úr ýmsum trúarbrögðum og búa til eldingastafi, hamra, silfurboga, kerrur, míþrílbrynjur og margt fleira.
Yfir himnunum þar sem sólin slokknar aldrei á sumrin en hverfur yfir veturinn búa fuglmenni í svífandi klettum sem eru holóttir að innan til að rúma hallir þeirra og híbýli. Þeir eru mennskir í útliti, bara stoltari, sterkari og stærri. Þeir svífa um á hafernavængjum og inn á milli skjótast þeir niður á þrjúhundruð og sextíu kílómetra hraða á klukkustund til að ræna mennskum meyjum sem hætta sér of langt frá byggð.
En eins og Hvergi land og Hvergier og Hvergisést þá er Hvergihér hvergitil í dag og þess vegna ekkert meira heldur en drungalegur samhljómur í undirmeðvitund okkar allra. Í rauninni ættu þessir staðir að heita Áðurvar eða Ekkitil en þau nöfn eru þegar frátekin og í notkun af stöðum sem við getum heimsótt annaðhvort með sálarflakki, sterkum lyfjum, skemmdum mat eða með línudans á milli landamæra lífs og dauða.