Stríðsyfirlýsing
Til allra sem hlut eiga að máli.
Ég bý í stóru húsi, en ég þekki það vel,
og frá blautu barnsbeini hef ég sífellt tekið á mig sökin fyrir ykkur, ræningjana,
því ég vissi ekki betur.
En ég vissi og veit enn að það var ekki ég,
nei, en í meðvirkni minni var ég blóraböggull ykkar helvískra.
En ekki lengur!
Ég lýð ei meir að hylma yfir með ykkur,
helvískum, og ég lýsi því hér yfir að ég er ekkert leikfang! Ónei!
Leikið ykkur eins og þið viljið, en í þetta sinn,
spilum við eftir mínum reglum.
Ég lýsi hérmeð yfir stríði á hendur ykkur huldufólk. Komið og takið þessu með stæl.
Ef að á hinn bóginn þið neitið að berjast..
..þá lýsi ég bara yfir ótrú á tilvist ykkar.
Ég bý í stóru húsi, en ég þekki það vel,
og frá blautu barnsbeini hef ég sífellt tekið á mig sökin fyrir ykkur, ræningjana,
því ég vissi ekki betur.
En ég vissi og veit enn að það var ekki ég,
nei, en í meðvirkni minni var ég blóraböggull ykkar helvískra.
En ekki lengur!
Ég lýð ei meir að hylma yfir með ykkur,
helvískum, og ég lýsi því hér yfir að ég er ekkert leikfang! Ónei!
Leikið ykkur eins og þið viljið, en í þetta sinn,
spilum við eftir mínum reglum.
Ég lýsi hérmeð yfir stríði á hendur ykkur huldufólk. Komið og takið þessu með stæl.
Ef að á hinn bóginn þið neitið að berjast..
..þá lýsi ég bara yfir ótrú á tilvist ykkar.
Endurritun á ljóð sem ég skrifaði fyrir langa löngu.