Ekki snerta mig
Ekki snerta mig því að fingurnir á þér eru svo heitir. Ég er hrædd um að þeir brenni mig og þá fæ ég brunasár á húðina… ekki koma við andlitið… ekki snerta mig… þú ert með svo heita fingur.

En snertu hjartað mitt, því það brennur eins og hjartað í Jesú… út af sársaukanum og út af ástinni, út af sársaukanum sem kemur með ástinni og út af óttanum sem kemur með ástinni og út af áhættunni sem kemur með ástinni og út af rauða litnum sem rennur í gegnum hjartað með blóðinu sem rennur í gegnum hjartað litað af tilfinningunni sem kemur með eldinum sem brennir hjartað sem er fullt af ást og fullt af sársauka út af eldinum.

Hjartað þolir þessa heitu fingur, en ekki andlitið, ekki það sem þú sérð…
 
Margrét Hugrún
1970 - ...


Ljóð eftir Margréti Hugrúnu

Draumarnir rætast
Ljóð á ensku
National Geographic
Ekki snerta mig
Dónaljóð
Betur Beta
Sálfarir
Góður dagur
Síðla dags í bakgarði árið 1981
Villingur
Snjókorn Kl 00:47
Lýsingar
Íslenska
Glassúr
Fyrsta konan
Tilfinningaríki trésmiðurinn
Reykjavíkurhöfn
Dropi
Duft
Kóngurinn, tími til að rokka.