Lýsingar
Ég ligg í rúminu og úti fellur hvítur snjór af svörtum himni.
Herbergið mitt er málað í hvítum litum.
Morgunhvítir veggir, antíkhvítt loft, marmarahvítar hurðar, reykhvítt gólf.

Inni í mér er beinhvít hauskúpa og ótalmörg beinhvít bein, málarahvítar tennur, antíkhvítar hugsanir, marmarahvítur andi, hrímhvít sál.

 
Margrét Hugrún
1970 - ...


Ljóð eftir Margréti Hugrúnu

Draumarnir rætast
Ljóð á ensku
National Geographic
Ekki snerta mig
Dónaljóð
Betur Beta
Sálfarir
Góður dagur
Síðla dags í bakgarði árið 1981
Villingur
Snjókorn Kl 00:47
Lýsingar
Íslenska
Glassúr
Fyrsta konan
Tilfinningaríki trésmiðurinn
Reykjavíkurhöfn
Dropi
Duft
Kóngurinn, tími til að rokka.