G - Súr(s)
Maður drap mann
merkur varð hann
sögu sína í bók varð að setja
svo ei dæi sú hetja
til limlestinga ei gekk að letja,
lítið þurfti að hvetja.

Högg hér, höfuð fýkur af,
högg hér, hinn sekkur á kaf.

Innyflin öll í klessu,
ekki kemst svona til messu,
hvern dreymdi fyrir þessu?

Orð og orð úr varð vísa,
orð, ei meir, skyldi nokkur skvísa,
orðhákinn enginn vildi hýsa.

Leikur aumingja létt er verk,
liggur úti í blóðugum þræls serk.

Hann var á hrakhólum,
hann þekkti ei karla í kjólum,
um Vestfirði villtist
af varfærnum ótta fylltist
en aldrei verulega trylltist.

Högg hér, höfuð dettur af,
högg hér, hann upp öndina gaf.
 
Fr. J. Áls
1977 - ...
Boðskapur skólaskyldunáms, mannvænlegur og mjög uppbyggilegur í allastaði.
Fær menn til friðsamlegra sátta og stuðnings við Rómar rétt og aðrar siðaðar lögbækur og venjur.


Ljóð eftir Fr. J. Áls

101 RVK - 17. júní 2001
Óspakseyri
Rækjuregn -bara ef svo væri
Bitlingamaðurinn
Frjáls samkeppni ehf.
lofið orðið orð
Samhengi mótsagna
æði - gæði - hæði
Ungfrú Akureyri???
Eðalguðaveigar eður eitur?
G - Súr(s)
XXX-naz á ferð um landið
Göfga öfgar ?
Þrætugirni
Argaþras um arf
slæmar fréttir að utan
Fyrsta skrefið
Til tölvunnar, kerfisins og starfsfólksins
Spurningur
Úr Sögu(m)óð(um) Þorgeirsvaka
Úr Sögu(m)óð(um) ævintýrið ákveðið
Úr Sögu(m)óð(um) þrengingar
Qýz - Cauz - Kozið
Hljóðneminn á Austurvelli opinn
Úr sögu(m)óð(um) pústrar, ærsl og læti
Kosningarétturinn heiðraður á kvenréttindadegi
Stofnfundarstaka
Mulningur
Yfirlegulaust
Héraðið
Nokkurn vegin
Pakkhússsyndir
Vinir
Örari
Þú, fyrir þig, handa þér, til þín
Dalurinn svell kaldi
Mázatlan
jóðl Kela kalls Flóka-nafna
Ingólfsfóstur